Viðskipti innlent

TM í söluferli á næstu dögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sala Stoða á hlutabréfum í TM mun hefjast á allra næstu dögum. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. Samkvæmt ársreikningi var hagnaður TM á árinu 2011 um 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á gangvirði fjárfestingareigna á síðasta ári.

Heildareignir TM í árslok 2011 voru 29 milljarðar króna. Skuldir í árslok 2011 voru 17 milljarðar króna en félagið greiddi upp skuldabréfaflokk að upphæð 4,2 milljarðar króna í ágúst 2011. Eigið fé TM í árslok 2011 nam 12,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 42%.

Á aðalfundinum voru kjörnir í stjórn þeir Eiríkur Elís Þorláksson, Júlíus Þorfinnsson og Steinn Logi Björnsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×