Eimskip ekki á neinu útsöluverði 25. október 2012 04:30 Enginn afsláttur Í greiningu Arion banka segir að það þurfi ekki að fara í grafgötur með að seljendur hlutanna ætli sér að fá ásættanlegt verð. "Þetta er ekki frumútboð á nýju hlutafé, heldur hlutir sem seljendur sitja uppi með þar sem þeir voru stórir lánveitendur gamla Eimskips.“ fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira