Viðskipti innlent

Smáforrit kynda undir kaupgleði

BBI skrifar
Mynd/Getty
Viðskiptavinir virðast kaupa meira ef vörur eru pantaðar á vefsíðu eða gegnum smáforrit verslunar heldur en ef kaupin eiga sér stað t.d. í gegnum síma. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem byggir á upplýsingum frá Capacent.

Markaðs- og rekstrarstjóri Dominos hefur einmitt þessa sögu að segja af nýju smáforriti sem Dominos kynnti á dögunum, en þar geta viðskiptavinir pantað sér mat án þess að hringja.

Magnús Hafliðason, markaðs- og rekstrarstjóri Dominos, segir að meðalverð hverrar máltíðar sem pöntuð er gegnum netið sé hærri en ef pantað er gegnum síma. „Þá er maður með matseðilinn fyrir framan sig og myndir," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið og telur það helstu skýringu þess að fólk eyðir meira við notkun smáforritsins.

Um 16 þúsund manns hafa sótt sér smáforrit Dominos og pantanir sem fara þar í gegn eru orðnar um eitt þúsund á viku. Magnús segir að á örfáum mánuðum hafi fjórðungur af sölu fyrirtækisins færst inn á netið eftir að forritið var kynnt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×