Viðskipti innlent

Tveir stórir lífeyrissjóðir hafna Eimskipi

LVP og JHH skrifar
Haukur Hafsteinsson er framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Haukur Hafsteinsson er framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Mynd/ Arnþór.
Tveir stórir lífeyrissjóðir ætla ekki að taka þátt í hlutabréfaútboði Eimskips. Stjórnir þeirra eru ósáttar við kaupréttarsamninga sem gerðir voru við stjórnendur fyrirtækisins. Formaður Verkalýðsfélags Akranes hefur krafist þess að Festa lífeyrissjóður geri það sama. Ef ekki þá íhugi félagsmenn að flytja sig í annan lífeyrissjóð.

Hlutafjárútboði í Eimskipi lýkur klukkan tvö í dag en boðinn er út fimmtungs hlutur í félaginu. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að Lífeyrissjóðurinn Gildi ætli ekki að vera með í útboðinu. Ástæðan er kaupréttarsamningar sem lykilstjórnendur fyrirtækisins. Þá hefur stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins ákveðið að taka heldur ekki þátt í útboðinu.

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins, segir ástæðurnar einkum tvær. Annars vegar sé verðið of hátt að mati lífeyrissjóðsins. „Hins vegar er það að starfskjarastefnan og samningar um kauprétti fyrir æðstu stjórnendur eru af þeirri stærðargráðu að við höfum ekki áhuga á að taka þátt," segir Haukur.

Aðspurður segist Haukur ekki telja að kaupréttarsamningar séu með öllu óréttlætanlegir. „Við erum fyrst og fremst að taka afstöðu til þess í þessu tiltekna tilviki að kaupréttarsamningarnir eru komnir út fyrir þau mörk sem geta talist eðlileg," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×