Viðskipti innlent

Glæsihýsi boðið á 176 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá húsið sem boðið er til sölu.
Hér má sjá húsið sem boðið er til sölu.
Það virðist vera kominn góður kippur í fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu. Í það minnsta býður fasteignasalan Landmark til sölu 450 fermetra hús á Lindabraut á Seltjarnarnesi fyrir 176 milljónir króna. Það er um fjórfalt fasteignamat hússins, en það er 43,7 milljónir.

Sveinn Eyland, fasteignasali hjá Landmark, segir ekkert einsdæmi að hús af þessu tagi séu til sölu. „Það kemur alltaf fyrir," segir hann. Sveinn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um eignina. Um er að ræða nokkuð margbrotið hús. Það er á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr, samkvæmt lýsingu. Til dæmis er auka 2ja herb. íbúð í húsi, hjónasvíta á efri hæð og stórt unglingaherbergi með sér-baðherbergi innaf.

Hægt er að lesa meira um húsið á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×