Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2012 10:00 Ólafur Stefánsson var mættur í íslenska landsliðsbúninginn á nýjan leik á móti Noregi á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Valli Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppninni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðalbaráttan," sagði Ólafur Stefánsson aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stórmóti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa," sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stuttur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn." Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjögur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta einhvern tímann seinna. Við þurfum að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og vonandi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn," segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgdist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á réttum stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá," segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig," segir Ólafur hógvær að lokum. Handbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira
Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppninni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðalbaráttan," sagði Ólafur Stefánsson aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stórmóti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa," sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stuttur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn." Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjögur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta einhvern tímann seinna. Við þurfum að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og vonandi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn," segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgdist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á réttum stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá," segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig," segir Ólafur hógvær að lokum.
Handbolti Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Styrkir til VÍK Sport Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Sjá meira