Viðskipti innlent

N1 hækkar einnig verð á bensínlítranum um fimm krónur

Olíufélagið N1 fór í gærkvöldi að fordæmi Olís frá því fyrr um daginn og hækkaði verð á bensínlítranum um fimm krónur þannig að hann er kominn vel yfir 260 króna markið, eða í 262,60 kr.

Skeljungur hafði ekki hækkað verð hjá sér í morgunsárið og heldur ekki dótturfélög stóru félaganna og Atlantsolía. Talsmenn olíufélaganna og framkvæmdastjóri FÍB greinir á um tilefni til hækkunarinnar.

Bensínverð hefur aldrei verið jafn hátt í krónum talið og núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×