Viðskipti innlent

Verkís fyrst til að fá gullmerki

Framkvæmdastjóri Verkís kveðst stoltur yfir því að fyrirtæki hans hafi fengið viðurkenningu fyrir launajafnrétti.
Framkvæmdastjóri Verkís kveðst stoltur yfir því að fyrirtæki hans hafi fengið viðurkenningu fyrir launajafnrétti. Mynd/Verkís
Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerkið í jafnlaunaúttekt Pricewaterhouse Cooper (PwC). Fram kemur í tilkynningu að úttektin greini kynbundinn launamun innan fyrirtækja.

„Verkís fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið," segir í tilkynningu Verkís. Til að hljóta Gullmerkið þarf launamunur innan fyrirtækja að vera innan við 3,5 prósent, en hjá Verkís var munurinn um 2,0 prósent.

Haft er eftir Sveini Inga Ólafssyni, framkvæmdastjóra Verkís, að innan fyrirtækisins sé litið á Gullmerkið sem viðurkenningu á þeirri jafnréttishugsun sem sé hluti af menningu Verkís og endurspegli gildi fyrirtækisins. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×