Viðskipti innlent

Um 2500 sóttu um starf hjá Bauhaus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæði Bauhaus er gríðarstórt eins og sést á þessarri mynd.
Húsnæði Bauhaus er gríðarstórt eins og sést á þessarri mynd. mynd/ pjetur
Fimmtíu nýir starfsmenn hófu störf hjá BAUHAUS í byrjun þessa mánaðar og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun verslunarinnar. Eftir að hafa fengið grunnþjálfun frá erlendum sérfræðingum eru starfsmennirnir nú í óða önn að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun BAUHAUS við Vesturlandsveg. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvenær verslunin verður opnuð.

Halldór Sigurðsson framkvæmdastjóri segir að um 2500 manns hafi sótt um starf hjá BAUHAUS á Íslandi þegar auglýst var eftir fólki. Um hundrað starfsmenn verða í versluninni þegar hún opnar.

Við þetta má bæta að það er kannski ekki furða að setið hafi verið um störfin hjá Bauhaus því skráð atvinnuleysi í febrúar var 7,3% en að meðaltali var 11.621 maður atvinnulaus í febrúar. Atvinnulausum fjölgaði um 169 að meðaltali frá janúar eða um 0,1 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×