Umfangsmiklar húsleitir hjá Samherja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. mars 2012 00:01 Við skrifstofu samherja í reykjavík í gær Húsleitir fóru fram samtímis í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem gagna var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja.Fréttablaðið/pjetur Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira