Viðskipti innlent

Vill ræða áhrif sjávarútvegsfrumvarpanna á bankana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þ. Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þ. Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að ræða áhrif sjávarútvegsfrumvarpana á bankanna. Hann vill að til fundarins verði boðaðir fulltrúar bankanna, Bankasýslunnar og ráðuneytisins.

„Mikilvægt er að upplýsa hvaða áhrif frumvörpin muni hafa á bankanna og þar af leiðandi ríkissjóð. Fram hefur komið að í samningum kröfuhafa og ríkisstjórnarinnar við stofnun nýju bankanna beri ríkissjóður ábyrgð á þeim stjórnvaldsaðgerðum sem skaða efnahag bankanna," segir Guðlaugur.

Hann segir að í umræðum í þinginu hafi ráðherra upplýst að ekki hafi verið skoðuð áhrif frumvarpanna á efnahag bankanna. „Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi málsins," segir Guðlaugur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×