Handbolti

Vignir skoraði tvö í háspennuleik gegn grönnunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vignir og félagar eru komnir í undanúrslit.
Vignir og félagar eru komnir í undanúrslit. Nordicphotos/Getty
Vignir Svavarsson og félagar í Minden tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með eins marks sigri á grannliðinu TuS N-Lübbecke 27-26.

Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu en gestirnir höfðu eins marks forystu í hálfleik 12-11. Jafnt var á öllum tölum í síðari hálfleik en Dalibor Doder tryggði Minden sigur með marki fimm sekúndum fyrir leikslok.

Vignir skoraði tvö mörk fyrir Minden, bæði í síðari hálfleik.

Annað kvöld mætast Rhein-Neckar Löwen og Magdeburg í Íslendingaslag í átta liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×