Hannes Smárason var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2012 18:30 Hannes Smárason athafnamaður var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Kári Stefánsson segir að ráðgjöf Hannesar hafi ekki skipt öllu máli um hvort fyrirtækið yrði selt en segir hann hafa veitt aðstoð í tengslum við fjármál. Hannes og Kári hafa þekkst lengi en Hannes var aðstoðarstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um sjö ára skeið áður en hann fór að sinna eigin fjárfestingum, en þar á undan starfaði Hannes hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og co. Á dögunum var tilkynnt um söluna á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen fyrir 415 milljónir dollara, jafnvirði 52 milljarða króna. Íslensk erfðagreining hefur aldrei skilað hagnaði þau 15 ár sem fyrirtækið hefur verið í rekstri en mikil verðmæti eru talin felast í rannsóknum og uppgötvunum þess og Amgen telur að þau geti nýst við lyfjaþróun. Kári Stefánsson er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu þar sem hann fer ítarlega yfir kaup Amgen á Íslenskri erfðagreiningu. "Þeir leituðu til okkar. Við höfðum verið að vinna fyrir Amgen í tengslum við verkefni sem snýr að hjartabilun. Þær viðræður gengu vel. Svo einn daginn þá fékk ég skilaboð frá breskum bankamanni sem ég kannast við um að forstjóri Amgen væri að reyna að ná í mig og upp úr því hófust viðræður sem enduðu á því að þeir keyptu fyrirtækið," segir Kári. Hann segir að viðræður um kaupin á ÍE hafi hafist um miðjan nóvember og það hafi tekið 30 daga að ljúka samningum.Starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt Kári verður áfram forstjóri og starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt sem rannsóknareining og þannig verða störf 140 starfsmanna, sem flestir eru vísindamenn, tryggð. "Okkar dagsskipun frá Amgen er að við eigum að halda áfram að gera okkar besta til að leiða erfðafræðina. Halda áfram að birta vísindagreinar og halda áfram að reyna hífa upp orðstír íslenskra vísinda."Hversu mikilvæg var ráðgjöf Hannesar Smárasonar í tengslum við söluna á Íslenskri erfðagreiningu til Amgen? "Hannes Smárason kom ekki á neinn hátt að því að semja við Amgen."Var hann ekki ráðgjafi við söluna? "Hann hjálpaði við tæknilega útfærslu á smáatriðum innan þess. Hann kom þangað sem gamall vinur og félagi, sem ég ber mikla virðingu fyrir. Feikilega skýr og hugmyndaríkur maður. En hann, sá ekki um samningagerð við Amgen."Hannes SmárasonKári segir að Hannes hafi fengið þóknun fyrir sína vinnu og ráðgjöf hans hafi skipt máli þegar áreiðanleikakönnun var gerð. "Hannes er feikilega læs á fjárhagslegar upplýsingar og það nýttist vel." En hvernig kemur Kári sjálfur út úr þessum samningi? "Ég kem ágætlega út úr þessu fjárhagslega, þannig að ég get ekki kvartað undan því." Kári gefur ekki upp hvað hann átti stóran hlut, en segir að hann hafi verið "býsna lítill." Viðtalið við Kára í Klinkinu má nú nálgast í heild sinni á viðskiptavef Vísis. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Hannes Smárason athafnamaður var ráðgjafi við sölu á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska fyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna. Kári Stefánsson segir að ráðgjöf Hannesar hafi ekki skipt öllu máli um hvort fyrirtækið yrði selt en segir hann hafa veitt aðstoð í tengslum við fjármál. Hannes og Kári hafa þekkst lengi en Hannes var aðstoðarstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um sjö ára skeið áður en hann fór að sinna eigin fjárfestingum, en þar á undan starfaði Hannes hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og co. Á dögunum var tilkynnt um söluna á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen fyrir 415 milljónir dollara, jafnvirði 52 milljarða króna. Íslensk erfðagreining hefur aldrei skilað hagnaði þau 15 ár sem fyrirtækið hefur verið í rekstri en mikil verðmæti eru talin felast í rannsóknum og uppgötvunum þess og Amgen telur að þau geti nýst við lyfjaþróun. Kári Stefánsson er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu þar sem hann fer ítarlega yfir kaup Amgen á Íslenskri erfðagreiningu. "Þeir leituðu til okkar. Við höfðum verið að vinna fyrir Amgen í tengslum við verkefni sem snýr að hjartabilun. Þær viðræður gengu vel. Svo einn daginn þá fékk ég skilaboð frá breskum bankamanni sem ég kannast við um að forstjóri Amgen væri að reyna að ná í mig og upp úr því hófust viðræður sem enduðu á því að þeir keyptu fyrirtækið," segir Kári. Hann segir að viðræður um kaupin á ÍE hafi hafist um miðjan nóvember og það hafi tekið 30 daga að ljúka samningum.Starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt Kári verður áfram forstjóri og starfsemin í Vatnsmýri verður óbreytt sem rannsóknareining og þannig verða störf 140 starfsmanna, sem flestir eru vísindamenn, tryggð. "Okkar dagsskipun frá Amgen er að við eigum að halda áfram að gera okkar besta til að leiða erfðafræðina. Halda áfram að birta vísindagreinar og halda áfram að reyna hífa upp orðstír íslenskra vísinda."Hversu mikilvæg var ráðgjöf Hannesar Smárasonar í tengslum við söluna á Íslenskri erfðagreiningu til Amgen? "Hannes Smárason kom ekki á neinn hátt að því að semja við Amgen."Var hann ekki ráðgjafi við söluna? "Hann hjálpaði við tæknilega útfærslu á smáatriðum innan þess. Hann kom þangað sem gamall vinur og félagi, sem ég ber mikla virðingu fyrir. Feikilega skýr og hugmyndaríkur maður. En hann, sá ekki um samningagerð við Amgen."Hannes SmárasonKári segir að Hannes hafi fengið þóknun fyrir sína vinnu og ráðgjöf hans hafi skipt máli þegar áreiðanleikakönnun var gerð. "Hannes er feikilega læs á fjárhagslegar upplýsingar og það nýttist vel." En hvernig kemur Kári sjálfur út úr þessum samningi? "Ég kem ágætlega út úr þessu fjárhagslega, þannig að ég get ekki kvartað undan því." Kári gefur ekki upp hvað hann átti stóran hlut, en segir að hann hafi verið "býsna lítill." Viðtalið við Kára í Klinkinu má nú nálgast í heild sinni á viðskiptavef Vísis. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira