Handbolti

Strákarnir okkar æfðu í kvöld í skugga fréttanna af Ólafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/Stefán
Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í fyrsta sinn saman í Laugardalshöllinni í kvöld en aðeins sextán dagar eru nú þar til að íslenska liðið mætir Rússum í fyrsta leik á HM á Spáni.

Strákarnir eru nú komnir til landsins og það má segja að lokaundirbúningurinn hafi farið í gang með æfingunni í kvöld. Skömmu fyrir æfinguna kom það þó í ljós að Ólafur Stefánsson verði ekki með liðinu á mótinu og er það enn eitt áfallið fyrir liðið.

Það reynir því á Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfara, á sínu fyrsta stórmóti en hann þarf að fylla skörð Ólafs, Alexanders Peterssonar og Arnórs Atlasonar í liðinu og þá er óvíst hvort Ingimundur Ingimundarson verði með í janúar.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti inn á æfinguna í kvöld og náði þessum myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×