Handbolti

Ísland mætir Túnis í fyrri leiknum í Höllinni í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Pálmarsson var í góðum gír á æfingunni í gærkvöldi.
Aron Pálmarsson var í góðum gír á æfingunni í gærkvöldi. Mynd/Stefán
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Túnis í fyrri æfingaleik þjóðanna í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld.

Íslenski hópurinn æfði í fyrsta skipti í gærkvöldi og tók svo aftur vel á því í morgunsárið. Stór hluti leikmanna liðsins lék með liðum sínum erlendis á annan dag jóla áður en stokkið var upp í flugvél og haldið til Íslands.

Túnis er einnig að undirbúa landslið sitt fyrir heimsmeistaramótið á Spáni. Liðið er í A-riðli ásamt Frökkum, Þjóðverjum, Argentínumönnum, Svartfellingum og Brasilíumönnum.

Túnis er ríkjandi Afríkumeistari og hefur unnið keppnina í tvö síðustu skipti. Besti árangur landsliðsins í alþjóðlegri keppni náði liðið á heimavelli árið 2005 er liðið hafnaði í fjórða sæti.

Leikur Íslands og Túnis hefst í Laugardalshöll klukkan 19.45. Hægt er að kaupa miða á midi.is eða við innganginn. Fólk er þó hvatt til þess að mæta tímalega ætli það að kaupa sér miða á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×