Viðskipti innlent

Björgólfur fékk Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin Guðmundsson ritstjóri Viðskiptablaðsins afhendir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, verðlaunin.
Björgvin Guðmundsson ritstjóri Viðskiptablaðsins afhendir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, verðlaunin.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2012. Björgólfur Jóhansson veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu nú í hádeginu.

Í rökstuðningi blaðsins segir að Icelandair Group sé í dag stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Félagið fór í gegnum umfangsmikla endurskipulagningu sem lauk árið 2010 en fram að því var rekstur Icelandair Group háður mikilli óvissu. Björgólfur var lika valinn maður ársins af Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins.

Jón Ágúst Þorsteinsson, stofnandi og forstjóri Marorku, fékk svo frumkvöðlaverðlaun Viðskiptablaðsins. Marorka er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki og helstu verkefni félagsins miða að því að þróa búnað sem ætlað er að draga úr eldsneytiskostnaði skipaflotans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×