Handbolti

Ungverjar tryggðu sæti í undanúrslitum | Serbar lögðu Dani

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Danir máttu sín lítils gegn Serbum í kvöld.
Danir máttu sín lítils gegn Serbum í kvöld. Nordicphotos/Getty
Ungverjaland tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á Evrópumóti kvennalandsliða í handknattleik með öruggum sigri á Rúmenum 25-19.

Með sigrinum komust Ungverjar upp að hlið Svartfellinga í milliriðli tvö. Bæði lið hafa sex stig en í lokaumferðinni sem fram fer á fimmtudaginn kemur í ljós hvort liðið hafnar í efsta sætinu.

Stöðuna í milliriðli 1 má sjá hér.

Í milliriðli eitt unnu heimakonur frá Serbíu góðan sigur á Dönum 29-26. Serbar komust með sigrinum í annað sæti riðilsins og í góðri stöðu fyrir lokaumferðina.

Stöðuna í milliriðli 2 má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×