Viðskipti innlent

Stöðugleiki virðist ríkja á gjaldeyrismarkaði

Greining Íslandsbanka segir að stöðugleiki virðist nú ríkja á gjaldeyrismarkaði og það sé kærkomið eftir miklar sveiflur fyrr árinu.

Gengisvísitalan hefur verið á bilinu 225-227 stig undanfarnar sjö vikur og eru það mun minni sveiflur en hafa verið á gjaldeyrismarkaði lungann af árinu.

Krónan er nú 4% veikari en hún var í upphafi ársins þegar gengisvísitalan var í 217,5 stigum. Þó nokkrar sveiflur hafa verið á gengi hennar á árinu og fór gengisvísitalan hæst í 228,8 stig í lok mars sl. Nemur sveiflan frá lægsta punkti, sem var ágústbyrjun, og til hins hæsta rúmlega 9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×