Viðskipti innlent

Leigusamningum fjölgaði milli ára í nóvember

Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu voru 690 talsins í nóvember s.l. og er það fjölgun um 1,9% frá sama mánuði í fyrra. Hinsvegar fækkaði samningunum um 21,6% miðað við október s.l.

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði leigusamningum milli ára um 4,3% en mesta fjölgun þeirra á milli ára var á Norðurlandi eða 24%. Tekið skal fram að á Vestfjörðum fækkaði samningum milli ára um tæp 43% en aðeins þrír samningar eru á bakvið þá tölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×