Viðskipti innlent

Troðfullt á fundi Arion banka um fasteignamarkaðinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill fjöldi er samankominn í Arion banka þar sem fjallað er um fasteignamarkaðinn.
Mikill fjöldi er samankominn í Arion banka þar sem fjallað er um fasteignamarkaðinn.
Troðfullt er í húsnæði Arion banka í Borgartúni þar sem árleg skýrsla greiningadeildar bankans um fasteignamarkaðinn framundan er kynnt.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, ávarpaði fundinn við upphaf hans. Hann sagði að íbúðarhúsnæði væri í flestum tilfellum mesta fjárfestinginn sem menn gerðu. Höskuldur fór líka yfir þróun markaðarins að undanförnu. „Mér skilst ssem betur fer að leysingar séu á markaði eftir fimmbulkulda síðustu ára," sagði Höskuldur. Hann sagði frá því að hann væri sjálfur þessa dagana að aðstoða dóttur sína við hennar fyrstu fasteignakaup. Fyrir fáeinum árum hefði hann aðstoðað son sinn í sömu sporum. Hann hefðu ráðlagt honum að skulda alls ekki í erlendri mynt og skulda helst sem minnst.

Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður greiningadeildarinnar og Hafsteinn Gunnar Hauksson munu líka flytja erindi og gera grein fyrir niðurstöðum skýrslunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×