Viðskipti innlent

Lýður Guðmundsson fyrir dómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarnfreður Ólafsson mættur fyrir dóminn og fyrir aftan hann eru Lýður Guðmundsson og Gestur Jónsson verjandi hans.
Bjarnfreður Ólafsson mættur fyrir dóminn og fyrir aftan hann eru Lýður Guðmundsson og Gestur Jónsson verjandi hans. Mynd/ Valli.
Þeir Lýður Guðmundsson, oftast kenndur við Bakkavör, og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru mættir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar fyrirtaka fór fram í máli sérstaks saksóknara gegn þeim.

Í ákærunni er Lýð gefið að sök að hafa greitt minna en nafnverð fyrir nýtt hlutafé í Exista í desember árið 2008. Nafnvirði hlutanna var 50 milljarðar króna, en einn milljarður króna var lagður fram fyrir hlutina. Í ákærunni segir að milljarðurinn hafi í raun komið frá Lýsingu, sem var í eigu Exista, í formi láns. Upphæðin hafi aftur á móti aldrei runnið inn í rekstur Exista.

Lýður og Bjarnfreður Ólafsson eru í ákærunni sakaðir um að hafa vísvitandi skýrt rangt og villandi frá hækkun á hlutafé Exista þegar send var tilkynning til hlutafélagaskrár vegna viðskiptanna.

Verjendur sakborninga skiluðu greinargerðum og því næst var málinu frestað fram yfir áramót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×