Viðskipti innlent

Segir Íslendinga brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nubo er ekki sáttur við framgöngu Íslendinga.
Nubo er ekki sáttur við framgöngu Íslendinga.
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sakar Íslendinga um að brjóta reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og ætlar senda formlega kvörtun til íslenskra stjórnvalda. Ástæðan er sú að honum hefur verið gert að sækja aftur um leyfi til þess að byggja upp ferðamannaparadís á Grímsá á Fjöllum. Nubo segir í samtali við kínverska fjölmiðla að ákvörðunin um að láta hann sækja um aftur sé kínverskum fjárfestum klárlega mismunað.

„Mér finnst mér hafa verið mismunað og ég blekktur," sagði Nubo í samtali við China Daily. Nubo sagði þó að hann myndi ekki hætta við áform sín um uppbyggingu á Íslandi heldur byggist hann við því að yfirvöld á Íslandi gæfu honum skýr svör, eins fljótt og auðið væri.

Hér má lesa meira um málið á China Daily.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×