Handbolti

Topplið Bergischer tapaði óvænt

Arnór og Árni voru liðsfélagar á síðustu leiktíð. Þeir eru til vinstri á myndinni.
Arnór og Árni voru liðsfélagar á síðustu leiktíð. Þeir eru til vinstri á myndinni.
Akureyringarnir Arnór Þór Gunnarsson og Árni Þór Sigtryggsson áttust við með liðum sínum í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag.

Árni og félagar í Ludwigshafen-Friesenheim komu skemmtilega á óvart með því að leggja Arnór og félaga hans í Bergischer á útivelli, 30-31.

Arnór skoraði tvö mörk fyrir Bergischer og Árni fjögur fyrir Friesenheim.

Bergischer er enn á toppnum þrátt fyrir tapið en Friesenheim er komið í sjötta sætið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×