Viðskipti innlent

Hagnaður Eimskips tæplega milljarður

Eimskip skilaði tæplega milljarðs króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins en rekstrartekjur félagsins námu tæpum 18 milljörðum króna á tímabilinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Í henni segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips að horfur í flutningum á Norður-Atlantshafi séu ágætar en töluverður vöxtur hefur verið í flutningum frá Noregi og Færeyjum og í flutningum á milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Flutningar til og frá Íslandi hafa verið að vaxa en ákveðin óvissa er um útflutning sjávarafurða vegna mikillar birgðasöfnunar og lækkandi afurðaverðs á ákveðnum mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×