Viðskipti innlent

Tveggja milljarða hlutafjáraukning samþykkt

JHH skrifar
Sigurður Atli Jónsson forstjóri MP.
Sigurður Atli Jónsson forstjóri MP.
Tveggja milljarða heimild til hlutafjáraukningar var samþykkt á hluthafafundi MP banka í morgun. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að styðja við útlánavöxt bankans, en það er mikilvægur liður í uppbyggingu MP banka og stórt skref í átt að skráningu bankans á verðbréfamarkað árið 2014. Mætt var fyrir nærri 90% hlutafjár og var heimild til hlutafjáraukningar samþykkt einróma.

„Útlán MP banka hafa aukist um 210% frá miðju ári 2011 eða úr 7,6 milljörðum í 23,6 milljarða. Sú aukning og meginuppistaðan í útlánum bankans er til fyrirtækja í atvinnulífinu. MP banka hefur tekist að auka umsvif sín á lánamarkaði sem lítið er að vaxa og er útlánaaukning bankans á fyrri helmingi ársins 2012 20% af útlánaaukningu bankakerfisins. Bankanum hefur verið afar vel tekið í atvinnulífinu og markaðurinn þarf greinilega á samkeppni frá einkabanka að halda", - segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, í tilkynningu í tilefni af ákvörðuninni.

Lykilatriði

Hlutafé bankans aukið úr 5,5 í 7,5 ma.kr.

Eiginfjárgrunnur fer úr 4 í 6 ma.kr.

Útlánageta bankans aukin úr 25 í 50 ma.kr.

Nýtt hlutafé verður boðið nýjum jafnt sem núverandi hluthöfum

Eins og fram kom í tilkynningu frá MP banka í morgun varð um 470 milljóna króna hagnaður af rekstri MP banka fyrstu níu mánuði ársins fyrir skatta, samanborið við 847 milljóna króna tap í fyrra. Hagnaður eftir tekjuskatt og bankaskatta nam 372 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá MP banka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×