Hamilton: Vettel er heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1 Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 16:37 Vettel gat vel fagnað þriðja sætinu í Abu Dhabi enda gríðarlegt afrek að byrja aftastur og enda á verðlaunapalli. mynd/ap Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap
Formúla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira