Viðskipti innlent

Rúmlega 20 milljarða skuldir ríkisstofnana

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Heildarskuldir ríkisstofnana námu rúmum 20 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 45% á fjórum árum. Eftirliti ráðuneyta með skuldamálum stofnana er mjög ábótavant, segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni hvetur stofnunin fjármála- og efnahagsráðuneytið til að stuðla að því að úr þessu verði bætt.

Af öllum skuldum ríkissjóðs var meira en þriðjungur skuldir á viðskiptareikningum við ríkissjóð, tæp 40% voru skuldir við birgja og vegna ógreiddra rekstrargjalda og um fjórðungur var vegna lántöku og skulda við aðra ríkisaðila. Skuldir stofnana við ríkissjóð jukust um 85% á fjórum árum en aðrar skuldir um 30%.

Þá nam fjármagnskostnaður stofnana 57 milljónum króna á síðasta ári. Hann hefur farið ört minnkandi á undanförnum árum en fór hæst í 600 milljónir króna árið 2009. Algengasta ástæðan fyrir skuldasöfnun ríkisstofnana er langvarandi hallarekstur en þriðjungur þeirra var með uppsafnaðan halla í árslok 2011.

Sjá nánari fréttum málið á vef Ríkisendurskoðanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×