Niðurröðun klár fyrir fyrstu umferð Ryder-keppninnar 28. september 2012 10:45 Brandt Snedeker. Nordic Photos / Getty Images Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Davis Love III fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins valdi þá Brandt Snedeker og Jim Furyk til að leika gegn Rory McIlroy og Graeme McDowell – en þeir síðastnefndu eru báðir frá Norður-Írlandi. Phil Mickelson verður með Keegan Bradley gegn þeim Luke Donald (England) og Sergio Garcia (Spánn). Donald og Garcia hafa aldrei tapað leik í fjórmenningi í þau skipti sem þeir hafa keppt í Ryderbikarnum fyrir Evrópu. Jason Dufner og Zach Johnson verða í þriðja leiknum fyrir bandaríska liðið. Þeir mæta Englendingnum Lee Westwood og Francesco Molinari frá Ítalíu. Í síðasta leiknum verða þeir Steve Stricker og Tiger Woods saman í liði gegn Englendingunum Ian Poulter og Justin Rose. Woods hefur haft betur í tvö skipti af alls þremur í viðureignum sínum gegn Poulter í Ryderbikarnum. Jose Maria Olazabal frá Spáni er fyrirliði úrvalsliðs Evrópu. Í dag verða leiknar tvær umferðir, fyrri umferðinn er fjórmenningur þar sem liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Eftir hádegi verður fjórleikur þar sem að tveir eru saman í liði og leika allir sínum bolta – og betra skorið telur í holukeppni. Á morgun, laugadag verður sama keppnisfyrirkomulagRyderbikarinn – keppnisfyrirkomulag. Holukeppni, sá kylfingur eða lið sem slær færri högg á holu vinnur holuna. Leiknar eru 18 holur í hverri umferð og geta viðureignir endað með jafntefli. Fjórmenningur (foursome) er leikinn fyrir hádegi á föstudegi og laugardegi. Þar sem kylfingarnir skiptast á um að slá einum bolta út holuna. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Fjórleikur (fourball) er leikinn eftir hádegi á föstudegi og laugardegi. Tvö tveggja manna lið leika sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði telur. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Á sunnudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni. Alls eru 12 slíkir leikir á lokadeginum. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign og eru því alls 28 stig í boði í þessari keppni. Hálft stig fæst fyrir jafntefli. Golf Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Fyrirliðarnir í Ryderbikarnum í golfi hafa tilkynnt hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð keppninnar sem hefst í dag á Medinah vellinum í Chicago. Evrópa hefur titil að verja í þessari keppni og ríkir mikil eftirvænting fyrir viðureignina. Í fyrstu umferðinni er leikinn fjórmenningur þar sem að liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Davis Love III fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins valdi þá Brandt Snedeker og Jim Furyk til að leika gegn Rory McIlroy og Graeme McDowell – en þeir síðastnefndu eru báðir frá Norður-Írlandi. Phil Mickelson verður með Keegan Bradley gegn þeim Luke Donald (England) og Sergio Garcia (Spánn). Donald og Garcia hafa aldrei tapað leik í fjórmenningi í þau skipti sem þeir hafa keppt í Ryderbikarnum fyrir Evrópu. Jason Dufner og Zach Johnson verða í þriðja leiknum fyrir bandaríska liðið. Þeir mæta Englendingnum Lee Westwood og Francesco Molinari frá Ítalíu. Í síðasta leiknum verða þeir Steve Stricker og Tiger Woods saman í liði gegn Englendingunum Ian Poulter og Justin Rose. Woods hefur haft betur í tvö skipti af alls þremur í viðureignum sínum gegn Poulter í Ryderbikarnum. Jose Maria Olazabal frá Spáni er fyrirliði úrvalsliðs Evrópu. Í dag verða leiknar tvær umferðir, fyrri umferðinn er fjórmenningur þar sem liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis. Eftir hádegi verður fjórleikur þar sem að tveir eru saman í liði og leika allir sínum bolta – og betra skorið telur í holukeppni. Á morgun, laugadag verður sama keppnisfyrirkomulagRyderbikarinn – keppnisfyrirkomulag. Holukeppni, sá kylfingur eða lið sem slær færri högg á holu vinnur holuna. Leiknar eru 18 holur í hverri umferð og geta viðureignir endað með jafntefli. Fjórmenningur (foursome) er leikinn fyrir hádegi á föstudegi og laugardegi. Þar sem kylfingarnir skiptast á um að slá einum bolta út holuna. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Fjórleikur (fourball) er leikinn eftir hádegi á föstudegi og laugardegi. Tvö tveggja manna lið leika sínum bolta út holuna og betra skorið hjá hverju liði telur. Alls eru átta kylfingar úr hvoru liði sem keppa en fjórir úr hvoru liði sem hvíla. Á sunnudaginn er leikinn tvímenningur (singles) þar sem tveir kylfingar mætast í holukeppni. Alls eru 12 slíkir leikir á lokadeginum. Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign og eru því alls 28 stig í boði í þessari keppni. Hálft stig fæst fyrir jafntefli.
Golf Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira