Asískir kvenkylfingar vinna öll stórmótin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 17. september 2012 12:30 Jiyai Shin með bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Kylfingar frá Asíu hafa verið sigursælir á stórmótum í kvennaflokki í golfi á undanförnum mánuðum og í fyrsta sinn í sögunni hafa kylfingar frá Asíu titla að verja á öllum fjórum stórmótunum. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco meistaramótinu, Shanshan Feng frá Kína sigraði á LPGA meistaramótinu. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Sigur Shin er sá stærsti á opna breska meistaramótinu frá árinu 2001 þegar mótið varð aftur hluti af risamótaröðinni í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem hún fagnar þessum titli en hún sigraði árið 2008 þegar mótið fór fram á Sunningdale vellinum. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jiyai Shin frá Suður-Kóreu sigraði með yfirburðum á opna breska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki en mótinu lauk í gær. Shin lék lokahringinn á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari, á Royal Liverpool vellinum við erfiðar aðstæður og sigraði hún með 9 högga mun. Inbee Park frá Suður-Kóreu varð önnur og Paula Creamer frá Bandaríkjunum varð þriðja. Kylfingar frá Asíu hafa verið sigursælir á stórmótum í kvennaflokki í golfi á undanförnum mánuðum og í fyrsta sinn í sögunni hafa kylfingar frá Asíu titla að verja á öllum fjórum stórmótunum. Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu sigraði á Kraft Nabisco meistaramótinu, Shanshan Feng frá Kína sigraði á LPGA meistaramótinu. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Sigur Shin er sá stærsti á opna breska meistaramótinu frá árinu 2001 þegar mótið varð aftur hluti af risamótaröðinni í kvennaflokki. Þetta er í annað sinn sem hún fagnar þessum titli en hún sigraði árið 2008 þegar mótið fór fram á Sunningdale vellinum.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira