Arnór: Vitum að við erum bestir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2012 07:30 Arnór er orðinn ansi vanur því að lyfta bikurum fyrir AG. Hann lyftir hér meistarabikarnum síðasta vor.mynd/ag Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins. Handbolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins.
Handbolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira