Arnór: Vitum að við erum bestir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2012 07:30 Arnór er orðinn ansi vanur því að lyfta bikurum fyrir AG. Hann lyftir hér meistarabikarnum síðasta vor.mynd/ag Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins. Handbolti Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er fyrirliði liðsins og hann lyfti bikarnum þriðja árið í röð um helgina. „Undanúrslitaleikurinn var eiginlega erfiðari en úrslitaleikurinn. Við vorum með úrslitaleikinn í höndunum allan tímann og leik lokið þegar um fimmtán mínútur voru eftir," sagði Arnór sigurreifur í samtali við Fréttablaðið en AG vann úrslitaleikinn með sex marka mun, 32-26. Það er búið að kosta miklu til í uppbyggingu þessa liðs og heimsklassamenn í öllum stöðum. AG virðist hafa algjöra yfirburði í Danmörku og er farið að bíta frá sér í Meistaradeildinni. „Við vitum að við erum bestir og eigum að vinna. Álaborg, sem við mættum í úrslitaleiknum, var eina liðið sem við höfðum tapað fyrir í vetur og þess utan á heimavelli. Við bjuggumst við mjög erfiðri keppni og þetta var áskorun fyrir okkur sem við stóðumst með stæl," sagði Arnór og allir voru klárir að þessu sinni. „Við erum með lið sem tekur á því þegar þarf að taka á því. Það getur oft verið hættulegt og við erum eiginlega slakastir á móti litlu liðunum. Þá höfum við stundum verið tæpir. Það er hættulegt að ætla að taka hlutina með vinstri en það hefur sloppið hingað til." Þó svo að sigurganga AG hafi verið samfelld þá leiðist fyrirliðanum aldrei að lyfta bikurum. „Við erum búnir að vinna alla bikara sem hafa verið í boði frá því að félagið var stofnað. Það er alltaf gaman að vinna og lyfta bikurum. Það er ekkert sjálfsagt að vinna þetta allt þótt við séum með frábært lið. Leikirnir gegn okkur er leikur ársins hjá andstæðingum okkar og þeir selja sig dýrt." Arnór hefur verið að glíma við brjósklos en spilaði samt mikið á EM og einnig um helgina. Ólafur Stefánsson virðist síðan vera búinn að hrista af sér hnémeiðslin en hann spilaði mjög vel fyrir AG. „Það var æðislegt að sjá Óla aftur í formi og hann var virkilega flottur um helgina," sagði Arnór en Íslendingarnir í herbúðum AG eru fjórir – Arnór, Ólafur, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Fram undan hjá AG eru spennandi leikir í Meistaradeildinni þar sem liðið er í harðri baráttu við þýska liðið Kiel og franska liðið Montpellier. „Við setjum markið hátt í Meistaradeildinni og stefnan er að vinna riðilinn að sjálfsögðu," sagði Arnór en sigur gegn annaðhvort Kiel eða Montpellier í lokaumferðunum tryggir liðinu annað af efstu sætum riðilsins.
Handbolti Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira