Erlend kvikmyndaverkefni velta milljörðum hérlendis Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. ágúst 2012 20:46 Russell Crowe í hlutverki Noah, en myndin var tekin upp hérlendis í sumar. Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira