Erlend kvikmyndaverkefni velta milljörðum hérlendis Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. ágúst 2012 20:46 Russell Crowe í hlutverki Noah, en myndin var tekin upp hérlendis í sumar. Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira