Erlend kvikmyndaverkefni velta milljörðum hérlendis Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. ágúst 2012 20:46 Russell Crowe í hlutverki Noah, en myndin var tekin upp hérlendis í sumar. Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún. Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Sjá meira
Erlend kvikmyndaverkefni hér á landi í sumar hafa velt milljörðum. Enn eitt stórverkefnið er í burðarliðnum. Aldrei hafa jafn margar erlendar kvikmyndir verið teknar hér á landi og í sumar. Stórmyndir á borð við Oblivion og Noah voru teknar hér og nú eru tökur að hefjast á myndinni The Secret life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller. Kvikmyndafyrirtækið True North hefur unnið að öllum þremur verkefnunum og Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri segir að þau hafi skilað miklu til þjóðarbúsins. "Í fyrsta lagi eru þetta erlend verkefni sem eru fullfjármögnuð erlendis frá og eru að koma með mikinn gjaldeyri til landsins. Í öðru lagi er þetta að skapa heilmikið af störfum í kringum sig. Bein störf eru á bilinu 140-240 per verkefni. Síðan er náttúrlega heilmikið af afleiddum störfum sem koma út af allri þjónustunni sem við erum að kaupa," segir hún. Að auki bendir hún á að í þessum tölum séu íslenskir aukaleikarar ekki taldir með en svo dæmi sé tekið fóru um hundrað og fimmtíu íslendingar með aukahlutverk í Noah. Helga Margrét bendir einnig á að starfsemi af þessu tagi líkist að miklu leyti venjulegri einkaneyslu. "Þannig að það er margt sem að skilar sér í kringum svona verkefni. Svo ekki sé talað um alla auglýsinguna sem Ísland fær, bæði þegar verkefnin eru gerð og þegar þau eru sýnd," segir Helga. Eins og áður sagði hefur True north komið að þremur stórum verkefnum á þessu ári og segir Anna Margrét að það fjórða sé í burðarliðnum en hún vill ekki greina nánar frá því á þessari stundu. „Þannig að þetta er hætt að hlaupa á milljónum og farið að hlaupa á milljörðum," segir hún.
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Sjá meira