Guðmundur: Ólafur er einn besti handboltamaður sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 8. ágúst 2012 14:20 Mynd/Valli „Ég er verulega sorgmæddur. Við hefðum getað farið alla leið og vorum svo nálægt því. Þetta eru erfiðar tilfinningar," sagði Guðmundur Guðmundsson við Vísi eftir að hafa stýrt sínum síðasta leik með íslenska landsliðinu. Guðmundur gaf út fyrir Ólympíuleikana að hann myndi ekki halda áfram þjálfun landsliðsins til að einbeita sér að starfi sínu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen. Í dag tapaði Ísland fyrir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum og féll þar með úr leik. Tvíframlengja þurfti leikinn en á endanum fögnuðu Ungverjar sigri. „Þetta gat endað á hvorn veginn sem var og þetta var ótrúlegur leikur. Við spiluðum á köflum frábæran handbolta. En hann var köflóttur hjá báðum liðum sem er eðlilegt miðað við að þetta var sjötti leikurinn á tólf dögum." „Við fengum tækifæri til að klára leikinn en því miður tókst það ekki. Svo var tvíframlengt og verður leikurinn nánast eins og happdrætti." „Ungverjar spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð. Þeir eru með frábært lið sem var erfitt að eiga við." Ólafur Stefánsson lék í dag mögulega sinn síðasta landsleik þó svo að hann hafi ekki gefið út neitt um sitt framhald. „Sá tími sem ég hef fengið með Óla hefur verið stórkostlegur. Hann er einn af bestu handboltamönnum sögunnar. Hann er frábær karakter, leiðtogi og fyrirmynd. Það hefur verið einstakt að vinna með honum eins öllum öðrum leikmönnum." „Ég veit ekkert um hvað hann gerir næst en ef það reynist rétt að hann muni hætta þá verður mikil erftirsjá að honum - bæði sem leikmanni og karakter." Tengdar fréttir Ólafur: Ég verð að lifa með þessu Ólafur Stefánsson átti skiljanlega mjög erfitt með sig í viðtali við blaðamann Vísis eftir tapleikinn gegn Ungverjum í dag. 8. ágúst 2012 13:16 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Róbert: Fengum marga möguleika til að vinna leikinn Róbert Gunnarsson átti erfitt með að svara spurningum að loknu tapinu gegn Ungverjum í dag. "Það er voðalítið hægt að segja,“ sagði línumaðurinn vonsvikinn. 8. ágúst 2012 13:03 Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. 8. ágúst 2012 12:54 Guðjón Valur: Ósanngjarnt að taka út eitt atriði Guðjón Valur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að taka tapinu gegn Ungverjalandi í dag en með því féll Ísland úr leik í handboltakeppni Ólympíuleikanna í London. 8. ágúst 2012 13:31 Sverre: Við börðumst allan leikinn "Mér líður auðvitað alveg ömurlega. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þig heldur. Það er hrikalega erfitt að þurfa kyngja þessu,“ sagði Sverre eftir leikinn. 8. ágúst 2012 13:48 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
„Ég er verulega sorgmæddur. Við hefðum getað farið alla leið og vorum svo nálægt því. Þetta eru erfiðar tilfinningar," sagði Guðmundur Guðmundsson við Vísi eftir að hafa stýrt sínum síðasta leik með íslenska landsliðinu. Guðmundur gaf út fyrir Ólympíuleikana að hann myndi ekki halda áfram þjálfun landsliðsins til að einbeita sér að starfi sínu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen. Í dag tapaði Ísland fyrir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum og féll þar með úr leik. Tvíframlengja þurfti leikinn en á endanum fögnuðu Ungverjar sigri. „Þetta gat endað á hvorn veginn sem var og þetta var ótrúlegur leikur. Við spiluðum á köflum frábæran handbolta. En hann var köflóttur hjá báðum liðum sem er eðlilegt miðað við að þetta var sjötti leikurinn á tólf dögum." „Við fengum tækifæri til að klára leikinn en því miður tókst það ekki. Svo var tvíframlengt og verður leikurinn nánast eins og happdrætti." „Ungverjar spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð. Þeir eru með frábært lið sem var erfitt að eiga við." Ólafur Stefánsson lék í dag mögulega sinn síðasta landsleik þó svo að hann hafi ekki gefið út neitt um sitt framhald. „Sá tími sem ég hef fengið með Óla hefur verið stórkostlegur. Hann er einn af bestu handboltamönnum sögunnar. Hann er frábær karakter, leiðtogi og fyrirmynd. Það hefur verið einstakt að vinna með honum eins öllum öðrum leikmönnum." „Ég veit ekkert um hvað hann gerir næst en ef það reynist rétt að hann muni hætta þá verður mikil erftirsjá að honum - bæði sem leikmanni og karakter."
Tengdar fréttir Ólafur: Ég verð að lifa með þessu Ólafur Stefánsson átti skiljanlega mjög erfitt með sig í viðtali við blaðamann Vísis eftir tapleikinn gegn Ungverjum í dag. 8. ágúst 2012 13:16 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Róbert: Fengum marga möguleika til að vinna leikinn Róbert Gunnarsson átti erfitt með að svara spurningum að loknu tapinu gegn Ungverjum í dag. "Það er voðalítið hægt að segja,“ sagði línumaðurinn vonsvikinn. 8. ágúst 2012 13:03 Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. 8. ágúst 2012 12:54 Guðjón Valur: Ósanngjarnt að taka út eitt atriði Guðjón Valur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að taka tapinu gegn Ungverjalandi í dag en með því féll Ísland úr leik í handboltakeppni Ólympíuleikanna í London. 8. ágúst 2012 13:31 Sverre: Við börðumst allan leikinn "Mér líður auðvitað alveg ömurlega. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þig heldur. Það er hrikalega erfitt að þurfa kyngja þessu,“ sagði Sverre eftir leikinn. 8. ágúst 2012 13:48 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
Ólafur: Ég verð að lifa með þessu Ólafur Stefánsson átti skiljanlega mjög erfitt með sig í viðtali við blaðamann Vísis eftir tapleikinn gegn Ungverjum í dag. 8. ágúst 2012 13:16
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01
Róbert: Fengum marga möguleika til að vinna leikinn Róbert Gunnarsson átti erfitt með að svara spurningum að loknu tapinu gegn Ungverjum í dag. "Það er voðalítið hægt að segja,“ sagði línumaðurinn vonsvikinn. 8. ágúst 2012 13:03
Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. 8. ágúst 2012 12:54
Guðjón Valur: Ósanngjarnt að taka út eitt atriði Guðjón Valur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að taka tapinu gegn Ungverjalandi í dag en með því féll Ísland úr leik í handboltakeppni Ólympíuleikanna í London. 8. ágúst 2012 13:31
Sverre: Við börðumst allan leikinn "Mér líður auðvitað alveg ömurlega. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þig heldur. Það er hrikalega erfitt að þurfa kyngja þessu,“ sagði Sverre eftir leikinn. 8. ágúst 2012 13:48