Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði BBI skrifar 20. júní 2012 13:34 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er á toppnum. Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.isÍ meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram. Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavík: 1.237.104 kr. Garðabær: 1.572.711 kr. Seltjarnarnes: 1.140.213 kr. Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Egilstaðir: 1.010.974 kr. Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk Mosfellsbær: 1.149.612 kr. Akureyri: 1.033.266 kr. Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk Borgarbyggð: 814.027 kr. Norðurþing: 926.930 kr. Fjarðabyggð: 1.025.038 kr. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.isÍ meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram. Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavík: 1.237.104 kr. Garðabær: 1.572.711 kr. Seltjarnarnes: 1.140.213 kr. Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Egilstaðir: 1.010.974 kr. Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk Mosfellsbær: 1.149.612 kr. Akureyri: 1.033.266 kr. Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk Borgarbyggð: 814.027 kr. Norðurþing: 926.930 kr. Fjarðabyggð: 1.025.038 kr.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira