Heiðar Már Guðjónsson: "Kárahnjúkavirkjun hleypti öllu upp“ Magnús Halldórsson skrifar 28. júní 2012 16:56 Heiðar Már Guðjónsson. „Í ljósi stöðu Árna [M. Mathiesen] og allra þeirra upplýsinga sem voru aðgengilegar æðstu ráðamönnum, sé m.a. litið til þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis, er að mínum dómi ekki trúverðugt að stjórnvöld hafi ekkert vitað af hættumerkjum eða ekki haft nein tækifæri til að bregðast við. Lækkun bindiskyldu bankanna hleypti ekki af stað hagvexti árið 2003. Kárahnjúkavirkjun, sem leiddi til innflæðis gjaldeyris sem nam yfir 25 prósent af þjóðarframleiðslu á fáeinum árum, hleypti öllu upp, annað fylgdi í kjölfarið vegna styrkingar krónu og aukinna umsvifa í hagkerfinu." Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir í bókadómi sem hann skrifar um bók Árna M. Mathiesen og Þórhalls Jósepssonar, Árni Matt - frá bankahruni til byltingar, í nýjasta tölublaði Herðubreiðar sem kom út í dag. Heiðar Már segir bókina vera læsilega og vel skrifaða, en segist sakna þess að ekki skuli koma fram betri greiningar á kerfislægum vandamálum og hvernig þau komu inn á borð stjórnmálamanna. „Lesendur hljóta að sakna ítarlegri umfjöllunar og afstöðu Árna til mikilvægra atriða sem snéru að ríkinu. Þar sem ríkið jók t.d. útgjöld sín um helming að raungildi á fimm árum, stóð fyrir stærstu ríkisinnspýtingu á fjármagni sem sést hefur á Vesturlöndum vegna Kárahnjúka, og fylgdi umdeildri peningastefnu sem kom fram í 40% árlegri aukningu peningamagns á árunum 2003 til 2008." Þá segir Heiðar Már að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um jafn mikil kerfislæg vandamál og hér voru og leiddu til hrunsins. „Mest rannsakaði atburður hagsögunnar er hrunið mikla árið 1929. Engum dettur í hug í þeim rannsóknum að kenna einstaklingum um ófarirnar heldur er kannað hvaða kerfislægu þættir gerðu það að verkum að slíkar ófarir gátu dunið yfir. Það er einungis hægt að fyrirbyggja frekari áföll ef barið er í brestina sem í kerfinu leynast. Þannig er ljóst að skuldinni á bankahruninu verðu ekki skellt á Árna M. Mathiesen [...] Lesandi sem hafði vonað að einstaklingur úr innsta hring á örlagatímum birti almennt uppgjör með sögu sinni og birtingu nýrra skjallegra heimilda verður fyrir vonbrigðum. Bókin er varnarræða en ekki uppgjör við fortíðina," segir Heiðar Már í lok bókadómsins. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
„Í ljósi stöðu Árna [M. Mathiesen] og allra þeirra upplýsinga sem voru aðgengilegar æðstu ráðamönnum, sé m.a. litið til þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis, er að mínum dómi ekki trúverðugt að stjórnvöld hafi ekkert vitað af hættumerkjum eða ekki haft nein tækifæri til að bregðast við. Lækkun bindiskyldu bankanna hleypti ekki af stað hagvexti árið 2003. Kárahnjúkavirkjun, sem leiddi til innflæðis gjaldeyris sem nam yfir 25 prósent af þjóðarframleiðslu á fáeinum árum, hleypti öllu upp, annað fylgdi í kjölfarið vegna styrkingar krónu og aukinna umsvifa í hagkerfinu." Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir í bókadómi sem hann skrifar um bók Árna M. Mathiesen og Þórhalls Jósepssonar, Árni Matt - frá bankahruni til byltingar, í nýjasta tölublaði Herðubreiðar sem kom út í dag. Heiðar Már segir bókina vera læsilega og vel skrifaða, en segist sakna þess að ekki skuli koma fram betri greiningar á kerfislægum vandamálum og hvernig þau komu inn á borð stjórnmálamanna. „Lesendur hljóta að sakna ítarlegri umfjöllunar og afstöðu Árna til mikilvægra atriða sem snéru að ríkinu. Þar sem ríkið jók t.d. útgjöld sín um helming að raungildi á fimm árum, stóð fyrir stærstu ríkisinnspýtingu á fjármagni sem sést hefur á Vesturlöndum vegna Kárahnjúka, og fylgdi umdeildri peningastefnu sem kom fram í 40% árlegri aukningu peningamagns á árunum 2003 til 2008." Þá segir Heiðar Már að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um jafn mikil kerfislæg vandamál og hér voru og leiddu til hrunsins. „Mest rannsakaði atburður hagsögunnar er hrunið mikla árið 1929. Engum dettur í hug í þeim rannsóknum að kenna einstaklingum um ófarirnar heldur er kannað hvaða kerfislægu þættir gerðu það að verkum að slíkar ófarir gátu dunið yfir. Það er einungis hægt að fyrirbyggja frekari áföll ef barið er í brestina sem í kerfinu leynast. Þannig er ljóst að skuldinni á bankahruninu verðu ekki skellt á Árna M. Mathiesen [...] Lesandi sem hafði vonað að einstaklingur úr innsta hring á örlagatímum birti almennt uppgjör með sögu sinni og birtingu nýrra skjallegra heimilda verður fyrir vonbrigðum. Bókin er varnarræða en ekki uppgjör við fortíðina," segir Heiðar Már í lok bókadómsins.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira