Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 19:15 Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensk fyrirtæki milli steins og sleggju vegna Heinemann Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensk fyrirtæki milli steins og sleggju vegna Heinemann Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira