Viðskipti innlent

Evrópski fjárfestingarbankinn vildi ákvæði um drökmuna í samninga

Frá Aþenu. Það er orðinn raunhæfur möguleiki að Grikkir hverfi úr evrusamstarfinu. Að minnsta kosti virðist Evrópski fjárfestingarbankinn hafa ástæðu til að setja varnagla um slíkt í lánasamninga sína.
Frá Aþenu. Það er orðinn raunhæfur möguleiki að Grikkir hverfi úr evrusamstarfinu. Að minnsta kosti virðist Evrópski fjárfestingarbankinn hafa ástæðu til að setja varnagla um slíkt í lánasamninga sína.
Svo virðist sem Evrópski fjárfestingarbankinn telji það ekki útilokað að Grikkland fari úr evrunni því bankinn hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði gamli þjóðargjaldmiðill Grikkja, drakman, tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast.

Frá þessu er greint á fréttavef gríska dagblaðsins Ekathimerini. Jafnframt eru ný ákvæði í lánasamningum um að samningarnir heyri undir breska löggjöf ef það verða óreglulegar greiðslur, eða vanskil á samningunum.

Fyrsta ákvæði af þessu tagi var sett í lánasamning stærsta orkufyrirtækis í Grikklandi, PPC, sem vísaði málinu til fjármálaráðuneytis Grikklands. Af þessu tilefni hóf gríska fjármálaráðuneytið viðræður við Evrópska fjárfestingarbankann þegar lá fyrir að þetta ákvæði myndi ekki taka til þessa eina fyrirtækis heldur allra grískra fyrirtækja sem ættu viðskipti við bankann.

Heimildir gríska blaðsins herma að ákvæði um hugsanlega gjaldmiðlabreytingu verði tekin upp í lánasamningum allra ríkja sem fá fjárhagsaðstoð, þ.e Grikklands, Portúgals og Írlands og muni í fyllingu tímans ná til allra evruríkjanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×