Alfreð: Hrikalega stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 27. maí 2012 19:57 „Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt." Þannig lýsir Alfreð Gíslason líðan sinni eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með sínu liði, THW Kiel, í dag. Kiel er einnig tvöfaldur meistari heima fyrir og því hin alrómaða þrenna komin í hús hjá Alfreð, sem hafði áður unnið titilinn með Magdeburg árið 2002 og Kiel árið 2010. Kiel hafði betur gegn Atletico Madrid í úrslitaleiknum í dag og liðið spilaði einfaldlega stórkostlegan handbolta. „Við spiluðum miklu betur en í gær - vörnin var frábær og markvarslan líka," sagði Alfreð en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Hann viðurkenndi að hafa tekið sér miðvikudaginn síðasta til að undirbúa sína menn fyrir úrslitaleik gegn Atletico Madrid, þó svo að Kiel ætti eftir að spila við Füchse Berlin í undanúrslitunum og Atletico Madrid við AG frá Kaupmannahöfn. „Ég vonaðist til þess að fá AG í úrslitaleiknum því ég er hálfpartinn stuðningsmaður þess liðs, enda margir Íslendingar þar. En við mættum Atletico, spiluðum miklu betur í dag en í gær og verðskulduðum þennan titil." Kiel lenti í mótlæti í fyrri hálfleik en náði að snúa erfiðri stöðu sér í hag. Aron Pálmarsson kom inn átti stóran þátt í því. „Ég var ekki ánægður með Aron í gær því hann kom inn á og gerði tvö mistök í vörninni. Hann var líka óheppinn með skotin sín. Í dag höfðu Narcisse og Jicha ekki byrjað neitt sérstaklega vel og þá kom Aron inn og átti stórkostlegan leik. Ég var afar ánægður með hans frammistöðu." Hann treysti sér ekki til að svara því hvort að þessi árangur væri hátindurinn á hans ferli. „Ég held að ég svari þessu ekki fyrr en eftir nokkrar vikur þegar ég er búinn að gera mér betur grein fyrir þessu. En tímabilið allt hefur verið stórkostlegt. Leikmenn vilja sífellt bæta sig og eru móttækilegir fyrir þeim hugmyndum sem ég hef fram að færa." „Nú höfum við unnið þrennuna og í raun fernu ef þýski ofurbikarinn er tekinn með. Þar að auki höfum við enn ekki tapað stigi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er líklega ekki hægt að gera þetta mikið betur enn sem komið er. Ég vil þó endilega vinna síðustu tvo deildarleikina og klára deildina á núllinu." Þrátt fyrir alla velgengnina segist Alfreð ekki eiga í vandræðum með að finna áskoranir fyrir næsta tímabil. Hann fái lítinn tíma til undirbúnings fyrir næsta tímabil þar sem margir af hans leikmönnum verði á Ólympíuleikunum í sumar. Hann þurfi þar að auki að taka þátt í heimsmeistarmóti félagsliða í Katar. „Ég verð einnig með fimm nýja leikmenn á næsta tímabili og það gæti reynst mikil áskorun að komast vel í gegnum þessar fyrstu vikur tímabilsins," sagði hann. Handbolti Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt." Þannig lýsir Alfreð Gíslason líðan sinni eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með sínu liði, THW Kiel, í dag. Kiel er einnig tvöfaldur meistari heima fyrir og því hin alrómaða þrenna komin í hús hjá Alfreð, sem hafði áður unnið titilinn með Magdeburg árið 2002 og Kiel árið 2010. Kiel hafði betur gegn Atletico Madrid í úrslitaleiknum í dag og liðið spilaði einfaldlega stórkostlegan handbolta. „Við spiluðum miklu betur en í gær - vörnin var frábær og markvarslan líka," sagði Alfreð en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Hann viðurkenndi að hafa tekið sér miðvikudaginn síðasta til að undirbúa sína menn fyrir úrslitaleik gegn Atletico Madrid, þó svo að Kiel ætti eftir að spila við Füchse Berlin í undanúrslitunum og Atletico Madrid við AG frá Kaupmannahöfn. „Ég vonaðist til þess að fá AG í úrslitaleiknum því ég er hálfpartinn stuðningsmaður þess liðs, enda margir Íslendingar þar. En við mættum Atletico, spiluðum miklu betur í dag en í gær og verðskulduðum þennan titil." Kiel lenti í mótlæti í fyrri hálfleik en náði að snúa erfiðri stöðu sér í hag. Aron Pálmarsson kom inn átti stóran þátt í því. „Ég var ekki ánægður með Aron í gær því hann kom inn á og gerði tvö mistök í vörninni. Hann var líka óheppinn með skotin sín. Í dag höfðu Narcisse og Jicha ekki byrjað neitt sérstaklega vel og þá kom Aron inn og átti stórkostlegan leik. Ég var afar ánægður með hans frammistöðu." Hann treysti sér ekki til að svara því hvort að þessi árangur væri hátindurinn á hans ferli. „Ég held að ég svari þessu ekki fyrr en eftir nokkrar vikur þegar ég er búinn að gera mér betur grein fyrir þessu. En tímabilið allt hefur verið stórkostlegt. Leikmenn vilja sífellt bæta sig og eru móttækilegir fyrir þeim hugmyndum sem ég hef fram að færa." „Nú höfum við unnið þrennuna og í raun fernu ef þýski ofurbikarinn er tekinn með. Þar að auki höfum við enn ekki tapað stigi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er líklega ekki hægt að gera þetta mikið betur enn sem komið er. Ég vil þó endilega vinna síðustu tvo deildarleikina og klára deildina á núllinu." Þrátt fyrir alla velgengnina segist Alfreð ekki eiga í vandræðum með að finna áskoranir fyrir næsta tímabil. Hann fái lítinn tíma til undirbúnings fyrir næsta tímabil þar sem margir af hans leikmönnum verði á Ólympíuleikunum í sumar. Hann þurfi þar að auki að taka þátt í heimsmeistarmóti félagsliða í Katar. „Ég verð einnig með fimm nýja leikmenn á næsta tímabili og það gæti reynst mikil áskorun að komast vel í gegnum þessar fyrstu vikur tímabilsins," sagði hann.
Handbolti Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira