Miami Heat tilkynnti í dag að Chris Bosh muni ekki spila með liðinu á næstunni vegna meiðsla. Óvitað er hvenær hann geti spilað á ný.
Bosh fór meiddur af velli þegar að Miami vann sigur á Indiana í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Læknisskoðun leiddi í ljós að hann væri tognaður á kviðvöðva. Bosh verður því ekki með Miami gegn Indiana annað kvöld en það kemur í hlut þeirra Joel Anthony og Ronny Turiaf að fylla í hans skarð.
Þetta er þó vitanlega áfall fyrir Miami enda Bosh mikilvægur leikmaður í liðinu.
Chris Bosh frá í ótilgreindan tíma
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn




Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn