Ekki láta tabúin þvælast fyrir Ólafur Stephensen skrifar 1. maí 2012 10:29 Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. Hlýnandi veðurfari og minni ís á norðurskautssvæðinu fylgja bæði tækifæri og ógnir. Gera má ráð fyrir að vinnsla olíu og gass á hafsbotni fari vaxandi og um leið orkuflutningar um Norður-Atlantshafið. Ferðamönnum þykja norðurslóðir æ meira spennandi; umferð stórra skemmtiferðaskipa vex hröðum skrefum og nýjustu skipin eru sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Rísandi stórveldið Kína sýnir norðurslóðum vaxandi áhuga, enda geta opnazt nýjar siglingaleiðir norður fyrir Síberíu milli Kína og Norður-Íshafsins. Í þessu geta falizt ýmis viðskiptatækifæri fyrir Ísland, til dæmis í ferðamennsku og uppbyggingu aðstöðu fyrir flutninga og umskipun. Hætturnar eru líka margar. Aukinni skipaumferð fylgir slysahætta. Margir hugsa með hryllingi til þess ef stóru skemmtiferðaskipi hlekktist á eða stórt olíuskip færist undan ströndum Íslands. Við slys af slíkri stærðargráðu gæti Ísland aldrei tekizt á eitt og sér. Við erum þess vegna háð samstarfi við önnur ríki um eftirlit, leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis landið. Eftir brotthvarf varnarliðsins hefur Ísland annars vegar eflt eigin getu til leitar og björgunar með því að fjölga þyrlum Landhelgisgæzlunnar og kaupa nýtt varðskip og hins vegar gert tvíhliða samninga um aukið samstarf í öryggismálum við nágrannaríkin í Atlantshafsbandalaginu; Noreg, Danmörku, Bretland og Kanada. Rekstur Íslands á ratsjárkerfi Atlantshafsbandalagsins hér á landi og aðstöðu fyrir flugvélar bandalagsríkjanna á Keflavíkurflugvelli er sömuleiðis þáttur í að tryggja eftirlit með sívaxandi umferð á norðurslóðum. Bein hernaðarleg ógn er ekki lengur fyrir hendi í okkar heimshluta, en nýjar hættur eru af margvíslegum toga. Aukið samstarf um eftirlit, leit og björgun leiðir af sér samstarf Landhelgisgæzlunnar og fleiri innlendra öryggisstofnana við herafla nágrannalandanna, enda eru varðskip, björgunarþyrlur og eftirlitsflugvélar þar yfirleitt starfræktar á vegum hersins en ekki borgaralegra stofnana eins og hér er. Núverandi ríkisstjórn lagði niður Varnarmálastofnun og vill sem minnst um öryggis- og varnarmál landsins tala, enda hefur annar stjórnarflokkurinn megnustu andúð á flestu sem tengist hefðbundnum landvörnum. Raunveruleikinn er hins vegar sá að skilin á milli gæzlu hernaðarlegs og borgaralegs öryggis hafa orðið óskýrari á seinni árum. Til að tryggja hagsmuni sína og stöðu í breyttu alþjóðlegu umhverfi þarf Ísland áfram að vinna með hermálayfirvöldum nágrannaríkjanna að því að tryggja öryggið á norðurslóðum. Þessi mál þarf að ræða fyrir opnum tjöldum og gæta þess að einhver tabú í núverandi stjórnarsamstarfi skaði ekki hagsmuni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. Hlýnandi veðurfari og minni ís á norðurskautssvæðinu fylgja bæði tækifæri og ógnir. Gera má ráð fyrir að vinnsla olíu og gass á hafsbotni fari vaxandi og um leið orkuflutningar um Norður-Atlantshafið. Ferðamönnum þykja norðurslóðir æ meira spennandi; umferð stórra skemmtiferðaskipa vex hröðum skrefum og nýjustu skipin eru sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Rísandi stórveldið Kína sýnir norðurslóðum vaxandi áhuga, enda geta opnazt nýjar siglingaleiðir norður fyrir Síberíu milli Kína og Norður-Íshafsins. Í þessu geta falizt ýmis viðskiptatækifæri fyrir Ísland, til dæmis í ferðamennsku og uppbyggingu aðstöðu fyrir flutninga og umskipun. Hætturnar eru líka margar. Aukinni skipaumferð fylgir slysahætta. Margir hugsa með hryllingi til þess ef stóru skemmtiferðaskipi hlekktist á eða stórt olíuskip færist undan ströndum Íslands. Við slys af slíkri stærðargráðu gæti Ísland aldrei tekizt á eitt og sér. Við erum þess vegna háð samstarfi við önnur ríki um eftirlit, leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis landið. Eftir brotthvarf varnarliðsins hefur Ísland annars vegar eflt eigin getu til leitar og björgunar með því að fjölga þyrlum Landhelgisgæzlunnar og kaupa nýtt varðskip og hins vegar gert tvíhliða samninga um aukið samstarf í öryggismálum við nágrannaríkin í Atlantshafsbandalaginu; Noreg, Danmörku, Bretland og Kanada. Rekstur Íslands á ratsjárkerfi Atlantshafsbandalagsins hér á landi og aðstöðu fyrir flugvélar bandalagsríkjanna á Keflavíkurflugvelli er sömuleiðis þáttur í að tryggja eftirlit með sívaxandi umferð á norðurslóðum. Bein hernaðarleg ógn er ekki lengur fyrir hendi í okkar heimshluta, en nýjar hættur eru af margvíslegum toga. Aukið samstarf um eftirlit, leit og björgun leiðir af sér samstarf Landhelgisgæzlunnar og fleiri innlendra öryggisstofnana við herafla nágrannalandanna, enda eru varðskip, björgunarþyrlur og eftirlitsflugvélar þar yfirleitt starfræktar á vegum hersins en ekki borgaralegra stofnana eins og hér er. Núverandi ríkisstjórn lagði niður Varnarmálastofnun og vill sem minnst um öryggis- og varnarmál landsins tala, enda hefur annar stjórnarflokkurinn megnustu andúð á flestu sem tengist hefðbundnum landvörnum. Raunveruleikinn er hins vegar sá að skilin á milli gæzlu hernaðarlegs og borgaralegs öryggis hafa orðið óskýrari á seinni árum. Til að tryggja hagsmuni sína og stöðu í breyttu alþjóðlegu umhverfi þarf Ísland áfram að vinna með hermálayfirvöldum nágrannaríkjanna að því að tryggja öryggið á norðurslóðum. Þessi mál þarf að ræða fyrir opnum tjöldum og gæta þess að einhver tabú í núverandi stjórnarsamstarfi skaði ekki hagsmuni Íslands.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun