Körfubolti

Grindavík Íslandsmeistari - myndaveisla

mynd/daníel
Það var endanlega staðfest í kvöld að Grindavík á besta körfuboltalið Íslands. Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta skipti síðan árið 1996.

Grindavík lagði Þór í kvöld og vann úrslitarimmu liðanna, 3-1. Sanngjarn sigur Grindvíkinga sem eru einnig deildarmeistarar.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Þorlákshöfn og myndaði sigurhátið Grindvíkinga.

Afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Benedikt: Bullock er sóðalegur

"Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×