Viðskipti innlent

Stjórnarmenn HB Granda fái 800 þúsund í þóknun

Á aðalfundi HB Granda í næstu viku verður lögð fram tillaga um að stjórnarmenn félagsins fái 800 þúsund krónur í þóknun fyrir liðið ár. Stjórnarformaður fái þrefalda þessa upphæð eða 2,4 milljónir króna í sinn hlut.

Þá verður einnig lagt til að hluthöfum HB Granda verði greiddar tæplega 680 milljónir króna í arð á árinu eins og fram hefur komið í fréttum. Arðurinn nemur 40% af nafnverði hlutafjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×