Hvernig hafa strákarnir okkar komist á ÓL í gegnum tíðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2012 15:30 Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum um páskana þar sem liðið mun reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London sem fara fram í haust. Ísland hefur verið með sex Ólympíuleikunum en getur nú komist inn á þriðju leikana í röð. Íslensku strákarnir spila fyrsta leikinn sinn í forkeppninni á móti Síle í kvöld en í riðlinum eru einnig Japanar og gestgjafar Króata. Íslenska liðið ætti að geta tryggt sér farseðilinn til London áður en kemur að lokaleiknum við hið geysisterka lið Króata því fyrstu tveir leikir liðsins eru á móti Síle og Japan. Hér fyrir neðan má finna stutta samantekt á því hvernig íslenska landsliðið hefur tryggt sér sæti á þeim Ólympíuleikunum í gegnum tíðina eða allt frá því að Ísland var fyrst með á ÓL í í München árið 1972.ÓL 1972 í München í Vestur-Þýskalandi Íslenska liðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fór á Spáni og var í riðli með Finnlandi, Noregi og Belgíu. Íslenska liðið varð fyrir áfalli með því að gera 10-10 jafntefli við Finna í fyrsta leik, en vann síðan Belgíu 31-10 og tryggði sér sæti í milliriðli með því að gera 14-14 jafntefli við Norðmenn. Íslenska liðið vann síðan báða leiki sína í milliriðlinum, á móti Austurríki (25-19) og Búlgaríu (19-10) og var þar með komið til München. Ísland endaði síðan í 3. sæti í forkeppninni með því að vinna 21-19 sigur á Pólverjum í bronsleiknum.ÓL 1984 í Los Angeles í Bandaríkjunum Ísland komst ekki á ÓL 1976 og Ól 1980 og það leit einnig út fyrir að liðið væri búið að missa af Ól 1984 þegar liðið náði aðeins sjöunda sæti á b-keppninni í Hollandi 1983. Tvær efstu þjóðirnar í b-keppninni áttu að komast á ÓL en tveimur mánuðum fyrir leikana fékk íslenska landsliðið farseðil til Los Angeles eftir að Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Austur-Þýskaland, Pólland og Ungverjaland höfðu ákveðið að senda ekki sína íþróttamenn til Bandaríkjanna.Ól 1988 í Seoul í Suður-Kóreu Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á ÓL í Seoul með því að ná sjötta sætinu á HM í Sviss 1986. Sætið var í höfn eftir að strákarnir unnu glæsilegan 25-16 sigur á Dönum í milliriðlinum en íslenska liðið tapaði að lokum fyrir Svíum í leiknum um fimmta sætið. Íslenska landsliðið var því í fyrsta sinn inn á tveimur Ólympíuleikum í röð.ÓL 1992 í Barcelona á Spáni Líkt og átta árum fyrr virtist Ólympíudraumur íslenska landsliðsins vera dáinn eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum í leiknum um níunda sætið á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Ísland var hinsvegar fyrsta varaþjóð inn á ÓL í Barcelona og var í viðbragðsstöðu eftir að stríðið braust út í Júgóslavíu. Það réðst síðan ekki fyrr en þremur dögum fyrir leikana að íslenska handboltalandsliðið yrði með. Júgóslavar máttu taka þátt í einstaklingskeppnunum en ekki í liðakeppni og þess vegna tók íslenska landsliðið sæti Júgóslavíu í handboltakeppni leikanna.ÓL 2004 í Aþenu í Grikklandi Íslenska landsliðið tryggði sér farseðilinn til Aþenu með því að vinna Júgóslava 32-27 í leiknum um sjöunda sætið á HM í Portúgal 2003. Ísland hafði þá misst af tveimur Ólympíuleikum í röð og það var stór stund fyrir marga leikmenn liðsins að tryggja sér sætið til Aþenu. Guðmundur Hrafnkelsson varði 24 skot í leiknum þar af 3 víti og Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk.Ól 2008 í Peking í Kína Íslenska landsliðið hafði betur í forkeppni Ólympíuleikanna sem fór fram í Póllandi. Ísland var í riðli með Argentínu, gestgjöfum Póllands og svo Svíum. Eftir öruggan 9 marka sigur á Argentínu og sex marka tap fyrir Póllandi var ljóst að Ísland og Svíþjóð myndu spila hreinan úrslitaleik um farseðilinn til Peking. Íslensku strákarnir tryggði sér sætið með því að vinna Svía 29-25 og voru því búnir að sjá til þess að sænska landsliðið missti bæði af Hm 2007 og Ól 2008. Hreiðar Levý Guðmundsson varði 20 skot frá Svíum þar af 2 víti.ÓL 2012 í London í Englandi Íslenska landsliðið spilar í riðli með Síle, Japan og gestgjöfum Króata í forkeppninni og tvö efstu liðin tryggja sér farseðilinn til London.Mynd/Nordic Photos/Getty Handbolti Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum um páskana þar sem liðið mun reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London sem fara fram í haust. Ísland hefur verið með sex Ólympíuleikunum en getur nú komist inn á þriðju leikana í röð. Íslensku strákarnir spila fyrsta leikinn sinn í forkeppninni á móti Síle í kvöld en í riðlinum eru einnig Japanar og gestgjafar Króata. Íslenska liðið ætti að geta tryggt sér farseðilinn til London áður en kemur að lokaleiknum við hið geysisterka lið Króata því fyrstu tveir leikir liðsins eru á móti Síle og Japan. Hér fyrir neðan má finna stutta samantekt á því hvernig íslenska landsliðið hefur tryggt sér sæti á þeim Ólympíuleikunum í gegnum tíðina eða allt frá því að Ísland var fyrst með á ÓL í í München árið 1972.ÓL 1972 í München í Vestur-Þýskalandi Íslenska liðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fór á Spáni og var í riðli með Finnlandi, Noregi og Belgíu. Íslenska liðið varð fyrir áfalli með því að gera 10-10 jafntefli við Finna í fyrsta leik, en vann síðan Belgíu 31-10 og tryggði sér sæti í milliriðli með því að gera 14-14 jafntefli við Norðmenn. Íslenska liðið vann síðan báða leiki sína í milliriðlinum, á móti Austurríki (25-19) og Búlgaríu (19-10) og var þar með komið til München. Ísland endaði síðan í 3. sæti í forkeppninni með því að vinna 21-19 sigur á Pólverjum í bronsleiknum.ÓL 1984 í Los Angeles í Bandaríkjunum Ísland komst ekki á ÓL 1976 og Ól 1980 og það leit einnig út fyrir að liðið væri búið að missa af Ól 1984 þegar liðið náði aðeins sjöunda sæti á b-keppninni í Hollandi 1983. Tvær efstu þjóðirnar í b-keppninni áttu að komast á ÓL en tveimur mánuðum fyrir leikana fékk íslenska landsliðið farseðil til Los Angeles eftir að Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Austur-Þýskaland, Pólland og Ungverjaland höfðu ákveðið að senda ekki sína íþróttamenn til Bandaríkjanna.Ól 1988 í Seoul í Suður-Kóreu Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á ÓL í Seoul með því að ná sjötta sætinu á HM í Sviss 1986. Sætið var í höfn eftir að strákarnir unnu glæsilegan 25-16 sigur á Dönum í milliriðlinum en íslenska liðið tapaði að lokum fyrir Svíum í leiknum um fimmta sætið. Íslenska landsliðið var því í fyrsta sinn inn á tveimur Ólympíuleikum í röð.ÓL 1992 í Barcelona á Spáni Líkt og átta árum fyrr virtist Ólympíudraumur íslenska landsliðsins vera dáinn eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum í leiknum um níunda sætið á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Ísland var hinsvegar fyrsta varaþjóð inn á ÓL í Barcelona og var í viðbragðsstöðu eftir að stríðið braust út í Júgóslavíu. Það réðst síðan ekki fyrr en þremur dögum fyrir leikana að íslenska handboltalandsliðið yrði með. Júgóslavar máttu taka þátt í einstaklingskeppnunum en ekki í liðakeppni og þess vegna tók íslenska landsliðið sæti Júgóslavíu í handboltakeppni leikanna.ÓL 2004 í Aþenu í Grikklandi Íslenska landsliðið tryggði sér farseðilinn til Aþenu með því að vinna Júgóslava 32-27 í leiknum um sjöunda sætið á HM í Portúgal 2003. Ísland hafði þá misst af tveimur Ólympíuleikum í röð og það var stór stund fyrir marga leikmenn liðsins að tryggja sér sætið til Aþenu. Guðmundur Hrafnkelsson varði 24 skot í leiknum þar af 3 víti og Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk.Ól 2008 í Peking í Kína Íslenska landsliðið hafði betur í forkeppni Ólympíuleikanna sem fór fram í Póllandi. Ísland var í riðli með Argentínu, gestgjöfum Póllands og svo Svíum. Eftir öruggan 9 marka sigur á Argentínu og sex marka tap fyrir Póllandi var ljóst að Ísland og Svíþjóð myndu spila hreinan úrslitaleik um farseðilinn til Peking. Íslensku strákarnir tryggði sér sætið með því að vinna Svía 29-25 og voru því búnir að sjá til þess að sænska landsliðið missti bæði af Hm 2007 og Ól 2008. Hreiðar Levý Guðmundsson varði 20 skot frá Svíum þar af 2 víti.ÓL 2012 í London í Englandi Íslenska landsliðið spilar í riðli með Síle, Japan og gestgjöfum Króata í forkeppninni og tvö efstu liðin tryggja sér farseðilinn til London.Mynd/Nordic Photos/Getty
Handbolti Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira