Viðskipti innlent

Allir búast við 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun

Seðlabankinn tekur næstu ákvörðun um stýrivexti sína á morgun, miðvikudag. Allar greiningar bankanna gera ráð fyrir því að stýrivextir bankans verði hækkaðir um 0,25 prósentustig og fari þar með í 5%.

Það sem einkum liggur til grundvallar þeim spám er að verðbólguhorfur til skamms tíma hafa versnað töluvert frá því sem ráð var gert í lok síðasta árs. Auk þess er veikingin á gengi krónunnar undanfarna mánuði talin hafa áhrif á ákvörðun Seðlabankans til hækkunar á stýrivöxtum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×