Viðskipti innlent

Már um afnámsáætlun: Þú færð hvergi betri ávöxtun

Magnús Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir það vera það „eina rétta" fyrir íslenska lífeyrissjóði að selja eignir erlendis, og fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum, á grundvelli áætlunar Seðlabanka Íslands um afnám gjaldeyrishafta. „Þú færð hvergi betri ávöxtun, það er bara þannig," sagði Már, aðspurður um þátttöku lífeyrissjóðanna í útboðum Seðlabankans, sem eru hluti af áætlun um afnám hafta.

Hann segir að áætlunin hafi að vissu leyti orðið „fyrir áfalli" vegna slæmrar stöðu á erlendum mörkuðum, þar helst í Evrópu, á síðustu mánuðum ársins í fyrra. Staðan hafi hins vegar breyst, og að þátttaka í útboðum bankans hafi verið betri nú.

Varðandi stýrivaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Ísland í morgun, um 0,25 prósentustig, segir Már að hún ætti ekki að koma á óvart í ljósi aðstæðna. Verðbólguhorfur hafi heldur versnað frá því síðast, ekki síst vegna veikingar krónunnar að undanförnu, og því hafi hækkun verið nauðsynleg ráðstöfun.

Már svaraði spurningum fréttastofu varðandi afnám hafta, verðbólguhorfur, þunga gjalddaga hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum, og fleira, að loknum kynningarfundi í seðlabankanum í morgun.

Sjá má viðtalið í heild sinni hér, og í myndbandinu sem er meðfylgjandi fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×