Viðskipti innlent

Eimskip hagnaðist um 2,1 milljarð króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips.
Hagnaður Eimskipafélagsins á síðasta ári eftir skatta var um 2,1 milljarðar króna og rekstrarhagnaður, eða EBITDA, var um 7 milljarðar króna. Heildareignir félagsins í lok ársins voru 45 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 62,3%. Vaxtaberandi skuldir voru 9,8 milljarðar króna og handbært fé var 6,9 milljarðar króna. Á vef Eimskips segir að stefnt sé að skráningu í Kauphöll fyrir lok ársins 2012 og vinna við undirbúning þess sé í fullum gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×