Viðskipti innlent

Bankinn þurfti heimild fyrir yfirdráttarláninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Banka er óheimilt að stofna til yfirdráttarskuldar reikningseiganda í bankanum nema til komi sérstakt samþykki frá reikningseigandanum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í máli sem Arion banki höfðaði gegn hjónum.

Hjónin gerðu samning um eignastýringu við Kaupþing banka, sem nú heitir Arion banki, haustið 2007. Í samningnum fólst að bankinn tók að sér að taka við fjármunum til fjárfestingar fyrir hjónin. Með samningnum hafi stefndu veitt bankanum fullt og ótakmarkað umboð til kaupa og sölu á fjármálagerningum samkvæmt fjárfestingarstefnu sem viðskiptavinur valdi samhliða samningnum. Bankinn hafði umboð til að stofna reikning í nafni fólksins sem var gert. Reikningnum var svo lokað í byrjun árs 2009 en þá var staða hans neikvæð um tæpar 4,8 milljónir. Bankinn stefndi því hjónunum til greiðslu skuldarinnar.

Hjónin báru fyrir dómi að hvergi hafi komiið fram að þau hafi veitt Arion banka eða Kaupþingi umboð til að stofna til yfirdráttar á reikningnum. Bankinn hafi því ekki haft heimild til að stofna til yfirdráttarins. Undir þessi sjónarmið hjónanna tók dómurinn. Hjónin voru því sýknuð af kröfu bankans um endurgreiðslu á 4,8 milljóna króna skuldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×