Viðskipti innlent

Býðst að greiða 5000 af hverri milljón

Viðskiptavinum Arion banka með íbúðalán hjá bankanum sem hafa verið endurreiknuð býðst nú að greiða 5 þúsund krónur af hverri milljón. Gildir þetta einnig um þá greiðsluseðla sem þegar hafa verið sendir út og birtir í Netbanka Arion banka.

Um er að ræða bráðabirgðaúrræði vegna vaxtadómsins frá 15. febrúar síðastliðnum en í tilkynningu frá Arion segir að töluverð óvissa sé enn uppi varðandi það hve víðtækt fordæmisgildi dóms Hæstaréttar sé og muni taka tíma að eyða þeirri óvissu. Þangað til gefist viðskipavinum Arion banka kostur á að breyta mánaðarlegum afborgunum sínum með þessum hætti.

Viðskiptavinir sem kjósa að greiða 5.000 krónur af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls geta sótt um breytingu á mánaðarlegum afborgunum endurreiknaðra íbúðalána í útibúum bankans og taka breytingarnar gildi frá og með næsta gjalddaga.

Í tilkynningunni frá Arion banka segir að það sé von bankans að þetta bráðabirgðaúrræði nýtist viðskiptavinum þar til úr allri óvissu verði skorið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×