Viðskipti innlent

Íslendingar stofna þjónustuvef í London

Róbert Aron Magnússon. Á vefnum er hægt að nálgast miða á tónleika, knattspyrnuleiki, leikhús, klúbba eða bóka borð á flottustu veitingastaðina í London.
Róbert Aron Magnússon. Á vefnum er hægt að nálgast miða á tónleika, knattspyrnuleiki, leikhús, klúbba eða bóka borð á flottustu veitingastaðina í London.
Nú fyrir skömmu stofnuðu félagarnir Róbert Aron Magnusson og Heiðar Hauksson þjónustuvef fyrir þá er hyggja að heimsækja London. Þeir kalla vefinn 2doinlondon.com, en bæði Róbert og Heiðar eru búsettir þar í borg. 

Vefurinn sérhæfir sig í alhliða þjónustu fyrir þá er heimsækja London, hvort sem það er að útvega miða á tónleika, knattspyrnuleiki, leikhús, klúbba eða bóka borð á flottustu veitingastaðina.

 

Fyrirtækið hefur einnig sett á laggirnar pakkaferðir í samstarfi við Iceland Express og eru nú þegar í boði ferðir á tónleika Rihönnu í Hyde Park, Global Gathering-tónlistarhátíðina, tónleika Madonnu ásamt fjölda fleiri viðburða.

Nánari upplýsingar um hvað er í boði hverju sinni er að finna inná heimasíðu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×