Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan mælist 6,6% í haust

Greining Arion banka spáir 1,2% hækkun vísitölu neysluverðs í mars. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,6% samanborið við 6,3% í febrúar.

Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að það sé ýmislegt sem leggst á sveif með verðbólgunni í mars. Útsölur ganga til baka, eldsneyti hefur hækkað umtalsvert og áhrif af veikingu krónunnar síðastliðna mánuði mun skila sér í hærra vöruverði.

Þá gerir greiningin ráð fyrir að verðbólgan verði yfir 6% næstu mánuði. Gangi gengisveiking krónunnar ekki að verulegu leyti til baka á næstu mánuðum verður ársverðbólgan enn hærri í haust að mati greiningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×