Gjaldeyrishöftin eins og eiturlyf fyrir þjóðina 26. mars 2012 10:11 Már Guðmundsson. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Íslands, líkir gjaldeyrishöftunum við eiturlyf sem þjóðin þarf að venja sig af, enda lífskjörum haldið uppi með höftunum. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem var sjónvarpað beint. Með Má var Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og svo Gylfi Zöega, sem situr í peningastefnunefnd. Á fundinum var farið nokkuð víða. Már hóf fundinn á því að kynna störf bankans síðan síðasti fundur fór fram, sem var skömmu fyrir jól. Hann sagði spár Seðlabankans um verðbólgu hefði gengið eftir en peningastefnunefndin hefði tekið ákvörðun um hóflega hækkun á vöxtum sem Már taldi að ynni á móti verðbólgunni án þess að hafa skaðleg áhrif á efnahagsbatann. Hann sagði aðspurður að hert gjaldeyrislög hefði ákveðna galla í för með sér. Þannig var það lögfest að gjaldeyrishöftin skal afnema á næsta ári. Már benti á að slíkt skerti samningsstöðu þeirra sem notast við krónuna, í raun væri betra að hafa meiri tíma og þá um leið svigrúm til þess að semja. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, spurði hvort menn myndu freistast til þess að seinka gjaldeyrishaftavandanum til þess að búa til fölsk lífskjör hér á landi. Már líkti þá gjaldeyrishöftunum við eiturlyf sem þyrfti að venja sig af. Hann dró þó úr þeirri líkingu síðar og sagði hana ekki heppilega. Tryggvi Þór Herbertsson benti þá á að honum fyndist eiturlyfjalíkingin ágæt og bætti við að það væri almenn regla fyrir fíkla að hætta snögglega á eiturlyfjunum og taka afleiðingarnar út strax. Sjálfur teldi hann það heppilega leið varðandi gjaldeyrishöftin. Már var þessu ekki sammála. Hann sagði það ekki góða lausn að taka skellinn og halda svo áfram. Það þyrfti að milda áhrifin. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Íslands, líkir gjaldeyrishöftunum við eiturlyf sem þjóðin þarf að venja sig af, enda lífskjörum haldið uppi með höftunum. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem var sjónvarpað beint. Með Má var Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og svo Gylfi Zöega, sem situr í peningastefnunefnd. Á fundinum var farið nokkuð víða. Már hóf fundinn á því að kynna störf bankans síðan síðasti fundur fór fram, sem var skömmu fyrir jól. Hann sagði spár Seðlabankans um verðbólgu hefði gengið eftir en peningastefnunefndin hefði tekið ákvörðun um hóflega hækkun á vöxtum sem Már taldi að ynni á móti verðbólgunni án þess að hafa skaðleg áhrif á efnahagsbatann. Hann sagði aðspurður að hert gjaldeyrislög hefði ákveðna galla í för með sér. Þannig var það lögfest að gjaldeyrishöftin skal afnema á næsta ári. Már benti á að slíkt skerti samningsstöðu þeirra sem notast við krónuna, í raun væri betra að hafa meiri tíma og þá um leið svigrúm til þess að semja. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, spurði hvort menn myndu freistast til þess að seinka gjaldeyrishaftavandanum til þess að búa til fölsk lífskjör hér á landi. Már líkti þá gjaldeyrishöftunum við eiturlyf sem þyrfti að venja sig af. Hann dró þó úr þeirri líkingu síðar og sagði hana ekki heppilega. Tryggvi Þór Herbertsson benti þá á að honum fyndist eiturlyfjalíkingin ágæt og bætti við að það væri almenn regla fyrir fíkla að hætta snögglega á eiturlyfjunum og taka afleiðingarnar út strax. Sjálfur teldi hann það heppilega leið varðandi gjaldeyrishöftin. Már var þessu ekki sammála. Hann sagði það ekki góða lausn að taka skellinn og halda svo áfram. Það þyrfti að milda áhrifin.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira